Mannyrkjustöð Reykjavíkur

Untitled-7-01.png

Mannyrkjustöð Reykjavíkur er æfingarstöð, þar sem borgarbúar fá tækifæri til að rækta sína innri plöntu sem gert er á fjórum æfingarstöðvum það eru: 1 Rótun , 2 vökvun, 3 sólun og 4 umpottun (sjá mynd til hliðar/ofan). Flest okkar kannast við umönnun plantna og því nýtum við plöntuna sem eiginlega myndlíkingu við mannseðlið. Verkefnið er mikilvægt skref í átt að bætum lífsgæðum og er eiginlegt ferðalag um innra og ytra landslag.

Stöðin er staðsett í Hljómskálagarðinum (sjá mynd að neðan) og er opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að hringja inn (537 5268) og fá leiðsögn í gegnum ferlið. Svo stendur til að vera með sérsniðin námskeið fyrir hópa síðar í sumar. Einnig má hafa beint samband við okkur í gegnum facebook síðuna “Mannyrkjustöð Reykjavíkur” eða instagram @mannyrkja til að fá persónulegar ráðleggingar sem og plöntugreiningu. Það getur verið nytsamlegt ef fólk er á leiðinni í matarboð eða þarf að fást við erfiðar aðstæður. Ef við erum með sterkt rótarkerfi þá bognum við en brotnum ekki.  

Verkefnið er byggt á mannplöntuverufræði sem er rýmið á milli manneskjunnar og plöntunar. Fræðin eru enn í mótun og er mannyrkjustöðin mikilvægur liður í áframhaldandi þróunn á þessu sviði. Þar sem náttúran mætir manninum í einlægu flæði án dómhörku og hroka.

Við þekkjum öll að standa til móts við ægifegurð náttúrunnar og fyllast tiltrú á lífið og tilveruna. Þessar stundir eru oftast fáar og alltof sjaldan sem við gefum okkur rými til að dáðst að umhverfinu og náttúrunni sem þar býr. Við vonum að með bættum tengslum við innri plöntur borgarbúa gerum við þeim kleyft að upplifa slíkar stundir oftar og í ólíku umhverfi. Fegurð fífilsins er nærri alltaf aðgengileg og ónauðsynlegt að ferðast langt út fyrir borgarmörkin til að ná tengslum við umhverfið.

 
kort1.jpg